Bland í poka fyrir 700 kr...takk

Á þriðjudaginn var ég staddur í verslun og þá gengu inn tveir drengir í búðina til að versla sér bland í poka. Annar drengurinn segir ,,Ég býð" og labbar að sælgætistandunum. Tekur sér poka í hönd og opnar hólfin hvert að öðru og setur svo nammið í pokann. Þegar pokinn var úttroðinn fer hann með pokann til afgreiðslumannsins og segir ,, ég ætla að fá þetta". Afgreiðslumaðurinn vigtar pokann og segir 700 kr takk. Drengurinn rýður fram 1000 kr  og borgar. Afgreiðslumaðurinn greinilega þekkti drenginn og spyr ertu ekki að kaupa allt og mikið núna vinur. Drengurinn svarar nei, ég á nógan penging. Ég var að fermast núna um daginn og fékk 350.000 kr í fermingarpenging og ég ætla að eyða 40 þús af þeim, hitt fer í bankann.

Ég furðaði mig á hve háa fjárhæðir fermingabörn eru að fá í dag. Það hlýtur að vera annsi erfitt fyrir þá krakka sem fá miklu minni peninga. Samaburðurinn hjá krökkunum er svo mikill. Ég spyr er ekki boðskapurinn með fermingunni að tapast og einhver vitleysa tekinn við.  Spuringing er, eru krakkar að fermast vegna gjafir eða eru þau að staðfesta trú sína.?Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttarr Makuch

Ja nú er kallinn farinn að spyrja stórra spurninga!  Hvenær er of mikið of mikið eða hvenær er nóg orðið nóg?  En vissulega þyrftu sumir krakkar að spyrja sig hvers vegna þau eru í raun að fermast.  Er það ekki jafn breytilegt og við erum mörg þe hverjir eru að ferma sig vegna trúar og hverjir vegna gjafa.  Ég held, vona og trúi að flestir þau börn sem fermast geri það trúarinnar vegna en svo spyr maður sig af hverju það sé farið að bjóða uppá "borgaralega" fermingu og tilganginn með því?  Spurningin er hvað þú ert að staðfesta þegar þú ferð fermist í slíkri athöfn ertu að staðfesta póstnúmerið? búseturétt? eða ??

Óttarr Makuch, 22.3.2007 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Borgþórsson
Halldór Borgþórsson

Ég er fæddur ´57 og hef tilheyrt hinum þögla meirihluta öll þjóðfélagsmál og almenn umræða áhugamál mitt.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 644

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband