Tölvufíkn!

Einn morguninn á leið til vinnu var ég að hlusta á Bylgjuna sem oftar, var verið að ræða við ungann mann sem vinnur við að halda fyrirlestra geng tölvufíkn í skólum landsins. Útvarpsmenn spurðu manninn um dæmi um óhóflegan tíma við tölvuna. Nefndi hann þá að það væri nokkur mörg dæmi um að ungmenni væru að eyða 50 klst á viku og einhver dæmi upp í 100 klst á viku. Þeir sem verja mestum tíma við tölvuna eiga til með að snæða kvöldmat við tölvuna. Einkenni þeirra sem mestum tíma eyða við tölvu er félagsleg einangurn og óöruggi í mannlegum samskiptum. Alls konar tölvuleikir og niðurhal eru orsakaþættir.  
Hvað finnst ykkur hæfileg tölvunotkun á dag eða viku?. Endilega commentið hjá mér og segið mér hvað ykkur finnst um þetta.!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttarr Makuch

Ég spyr á móti hvað finnst þér eðlileg tölvunotkun.  Þú vinnur við tölvur á daginn, annaðhvort með borðtölvu eða handtölvu þegar þú ert ekki á skrifstofunni, síðan kemur þú heim og ferð að blogga?  Ert þú að eyða of miklum tíma við tölvuna??

En hvað er svo sem eðlilegt, ég eyði til að mynda eitthvað í kringum 10-12 tímum á sólahring við tölvuna.  Mér finnst það bara ósköp venjulegt

Óttarr Makuch, 29.3.2007 kl. 12:23

2 identicon

Þessar upplýsingar koma mér ekki á óvart. Það er ótrúlegt hve langan tíma ,margir ungir sem aldnir, nota fyrir framan tölvuna. Þessu þarf að bregðast betur ið en gert hefur verið .Við erum ung í þessu ekki nema 6 ár síðan ég komst í kynni við fyrsta tölvufíkilinn og þá vissi maður ekki hvað var að. Ég veit ekki hver viðmiðunartíminn ætti að vera en þó allsekki meira en 2 tímar á dag held ég

Sigurjóna Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Borgþórsson
Halldór Borgþórsson

Ég er fæddur ´57 og hef tilheyrt hinum þögla meirihluta öll þjóðfélagsmál og almenn umræða áhugamál mitt.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 644

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband