Færsluflokkur: Bloggar

Arsenal kafhýddir á Anfield!

Crouch með þrennu í 4:1 sigri Liverpool á Arsenal

Fréttamynd 424816


Peter Crouch var maður leiksins þegar Liverpool burstaði Arsenal, 4:1, í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en leikurinn fór fram á Anfield. Crouch, sem kom inn í liðið eftir meiðsli, skoraði þrennu í leiknum, hefur þar með skorað 9 mörk í úrvalsdeildinni, og Daninn Daniel Agger skoraði eitt. Mark Arsenal skoraði Frakkinn William Gallas.





Arsenal kafhýddir á Anfield

Þar kom loksins af því að Liverpool sýndi Arsenal hverjir væru "meistarar,,! Þetta er örugglega leikur sem áhangendur Arsenal vilja gleyma sem fyrst. En þessi glæsti sigur kom mér ekkert á óvart.... Hann hefði mátt koma miklu fyrr..GrinGrinGrin

Liverpool /stuðningsmenn WinkLoLGrinW00tWhistlingWizard
Arsenal/stuðningsmennAngryCryingSickPinch

 


Tölvufíkn!

Einn morguninn á leið til vinnu var ég að hlusta á Bylgjuna sem oftar, var verið að ræða við ungann mann sem vinnur við að halda fyrirlestra geng tölvufíkn í skólum landsins. Útvarpsmenn spurðu manninn um dæmi um óhóflegan tíma við tölvuna. Nefndi hann þá að það væri nokkur mörg dæmi um að ungmenni væru að eyða 50 klst á viku og einhver dæmi upp í 100 klst á viku. Þeir sem verja mestum tíma við tölvuna eiga til með að snæða kvöldmat við tölvuna. Einkenni þeirra sem mestum tíma eyða við tölvu er félagsleg einangurn og óöruggi í mannlegum samskiptum. Alls konar tölvuleikir og niðurhal eru orsakaþættir.  
Hvað finnst ykkur hæfileg tölvunotkun á dag eða viku?. Endilega commentið hjá mér og segið mér hvað ykkur finnst um þetta.!


Eiga Bændasamtökin engann talsmann á Þingi ????

Nú berast þær fréttir að á síðustu dögum alþingis hafi verið samin lög sem lögleiða vændi á Íslandi.  Það er að segja að ekki veður refsað þeim, sem stundar vændi  sér til lífsviðurværis.  En refsivert verðu að bjóða þessa þjónustu og gera út á hana.  Það er ekki langt um liðið er Bændasamtökin  meinuðu 150 manna hópi, gistingu á Hótel Sögu .  Hópur þessi tengist  klám- iðnað og tókst forustu mönnum  bænda að hrekja hann frá landi okkar.  Ákvörðun sem ég get ekki skilið !!!  Framsóknarflokkurinn er sagður hliðhollur bændum og skil ég ekki hvers vegna þinmgmenn framsóknar hafi hleypt þessu í gegnum þingið.  Voru þingmenn framsóknar týndir í auðlindarmálinu eða er einhver starfsdoði yfir þeim?   Má reikna með vændishúsum hér?  Verður urmull af erlendum dönsurum sem sveifla sér á súlu?  Ekki gott að segja en ég man ekki betur en að súlustaðir hafi alls staðar verið bannaðir nema í Kópavogi..   Í þeim ágæta bæ er þekkt iðnaðarhverfi.  Götur þar eru einkenndar sem , græn - gata, gul - gata og að lokum rauð gata.  Má ekki reikna með að þessi Rauða Gata verði mun líflegri  á kvöldin  heldur en núna er að bílaviðgerðir, ásamt öðrum léttum iðnaði leggist af fyrir annari starfsemi.  Ef þetta verður að veruleika verður eflaust spilað látlaust úr  hátalarakerfum  rauðu götunnar " það er gott að búa í Kópavogi"

Nokkuð góður þessi

 Ég heyrði einn nokkuð góðann í dag.  Á elliheimili nokkru  í bænum, sátu nokkrir vistmenn og hlustuðu á kvöldfréttir  í útvarpinu.  Þulur sagði það helsta í fréttum , þar á meðal frétt um að Ómar Ragnarsson sé búinn að stofna stjórnmálaflokk, grænann flokk sem ætlað sé hægra meginn við miðju.  Einn eldri maður úr hópnum segir:” Sko vissi ég ekki, hann Ómar minn kominn í pólitíkina , búinn að stofna  flokkinn Hægri Græna”.  Ha! hvað segir þú ? spyr gömul kona sem sat þar, undrandi og prjónaði .  Hvað heitir flokkurinn hans ??  Gamla konan heyrir víst nokkuð illa.  Gamli maðurinn hækkar róminn og endurtekur nafnið ”Hægri Grænir!”.  Gamla konan kinkar kolli og heldur áfram að prjóna.  Nokkru seinna kemur barnabarn í heimsókn til gömlu konunar og spyr hana hvort nokkuð sé að frétta.  Já ,já heldur þú ekki að hann Ómar minn Ragnars sé ekki búinn að stofna nýann flokk og hann mun heita Grænar Hægðir

3 stiga rán!

Man. Utd. sótti Liverpool heim  laugardaginn 03.02    Liverpool sótti stíft allann tímann og átti nokkur góð marktækifæri.  Þeir voru áberandi betri , en svona er boltinn  maður veit aldrei í upphafi leiks hver endirinn verður.  Þetta var hörku leikur og mikið um tækifæri sem því miður lentu ekki hjá Liverpool. Einn leikmanna Man. Utd. ( Paul Schols) sýndi mikið dómgreindarleysi er hann reyndi að kýla Alonso( leikmann Liverpool)   Að sjálfsögðu var hann rekinn af velli með skömm   Á þriðjudag á Liverpool svo seinni leik sinn við Barcelona. Í meistaradeildinni.  Fyrri leikurinn fór 2-1 fyrir Liverpool.  Mig grunar að flestir, ef ekki allir áhugamenn um enska knattspyrnu munu halda með LIVERPOOL 

Jarðgöng á Tröllaskaga - hvað næst?

Á undaförnum árum hafa stórtækar framfarir átt sér stað í samgöngumálum.  Ber þar hæst að nefna breikkun Reykjanesvegar, jarðgöngin við Höfn í Hornafirði og Fáskrúðfjarðargöngin, sem ég tel vera flottasta og besta hönnun jarðgangna landsins.   Á þessu ári var hafist handa við verklega þátt Héðinsfjarðargangn og vera fullbúin eftir nokkur ár.   Þetta munu verða einu lengstu göng landsins og frábær samgöngubót á þessu svæði.  Það sem skýtur skökku við er að á sama tíma þurfa allir landsmenn að greiða vegatoll við Hvalfjarðargöngin.  Umferð þar er mörgum sinnum meiri dag hvern en í öllum hinum jarðgöngum samanlagt.  Hefði ekki verið réttara að nota fjármuni ætlaða vegaáætlun og greiða Speli út og jafna þennan  mismun?   Þetta finnst mér hrópleg óréttlæti sem þarf að laga strax.  Sturla Böðvarsson hefur farið með samgöngumál í nokku ár.  Sturla ætlaði að stoppa framkvæmdir við breikkun Vesturlandsvegar (það er frá Mosfellsbæ til Reykjavíkur) vegna framkvæmda á Kárahjúkum. Sem betur fer var sú ákvörðun blásin af. Ég legg til ef að áframverði innheimtur vegtollur verði nafni Héðinsfjarðargangna breytt og skrírð í höfuð Sturlu.  Þau gætu þá heitið Sturlun.

Klámlaust Ísland

Jæja þá létu bændasamtökin verða að því að stöðva för 150 gesta á hótel Sögu.  Þetta stórhættulegafólk ætlaði að funda um erotík (porno).  Bráðnauðsynlegt er að vernda landann fyrir þessum ósóma.  Samt er hægt að kaupa klámefni á hótelinu á lokuðum rásum !!!  Skrítið ekki satt ????  Skyldi bændasamtökin hafa bannað sexmannanefndinni afnot á hótelinu þegar nefndin var að ákveða búvöruverð ???  Ég bara spyr.  Mér fynnst mikill hamagangur hafa verið í þessu máli og margir reynt að slá sér til riddara með hvössum yfirlýsingum.  Nú getu landin andað léttar með bændaforustuna sem siðgæðisvörð .

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða

Höfundur

Halldór Borgþórsson
Halldór Borgþórsson

Ég er fæddur ´57 og hef tilheyrt hinum þögla meirihluta öll þjóðfélagsmál og almenn umræða áhugamál mitt.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband