Færsluflokkur: Bloggar
31.3.2007 | 18:40
Arsenal kafhýddir á Anfield!
Crouch með þrennu í 4:1 sigri Liverpool á Arsenal
Peter Crouch var maður leiksins þegar Liverpool burstaði Arsenal, 4:1, í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en leikurinn fór fram á Anfield. Crouch, sem kom inn í liðið eftir meiðsli, skoraði þrennu í leiknum, hefur þar með skorað 9 mörk í úrvalsdeildinni, og Daninn Daniel Agger skoraði eitt. Mark Arsenal skoraði Frakkinn William Gallas.
Arsenal kafhýddir á Anfield
Þar kom loksins af því að Liverpool sýndi Arsenal hverjir væru "meistarar,,! Þetta er örugglega leikur sem áhangendur Arsenal vilja gleyma sem fyrst. En þessi glæsti sigur kom mér ekkert á óvart.... Hann hefði mátt koma miklu fyrr..
Liverpool /stuðningsmenn
Arsenal/stuðningsmenn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2007 | 18:00
Tölvufíkn!
Einn morguninn á leið til vinnu var ég að hlusta á Bylgjuna sem oftar, var verið að ræða við ungann mann sem vinnur við að halda fyrirlestra geng tölvufíkn í skólum landsins. Útvarpsmenn spurðu manninn um dæmi um óhóflegan tíma við tölvuna. Nefndi hann þá að það væri nokkur mörg dæmi um að ungmenni væru að eyða 50 klst á viku og einhver dæmi upp í 100 klst á viku. Þeir sem verja mestum tíma við tölvuna eiga til með að snæða kvöldmat við tölvuna. Einkenni þeirra sem mestum tíma eyða við tölvu er félagsleg einangurn og óöruggi í mannlegum samskiptum. Alls konar tölvuleikir og niðurhal eru orsakaþættir.
Hvað finnst ykkur hæfileg tölvunotkun á dag eða viku?. Endilega commentið hjá mér og segið mér hvað ykkur finnst um þetta.!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.3.2007 | 20:49
Eiga Bændasamtökin engann talsmann á Þingi ????
Bloggar | Breytt 24.3.2007 kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2007 | 01:04
Nokkuð góður þessi
Ég heyrði einn nokkuð góðann í dag. Á elliheimili nokkru í bænum, sátu nokkrir vistmenn og hlustuðu á kvöldfréttir í útvarpinu. Þulur sagði það helsta í fréttum , þar á meðal frétt um að Ómar Ragnarsson sé búinn að stofna stjórnmálaflokk, grænann flokk sem ætlað sé hægra meginn við miðju. Einn eldri maður úr hópnum segir: Sko vissi ég ekki, hann Ómar minn kominn í pólitíkina , búinn að stofna flokkinn Hægri Græna. Ha! hvað segir þú ? spyr gömul kona sem sat þar, undrandi og prjónaði . Hvað heitir flokkurinn hans ?? Gamla konan heyrir víst nokkuð illa. Gamli maðurinn hækkar róminn og endurtekur nafnið Hægri Grænir!. Gamla konan kinkar kolli og heldur áfram að prjóna. Nokkru seinna kemur barnabarn í heimsókn til gömlu konunar og spyr hana hvort nokkuð sé að frétta. Já ,já heldur þú ekki að hann Ómar minn Ragnars sé ekki búinn að stofna nýann flokk og hann mun heita Grænar Hægðir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2007 | 22:56
3 stiga rán!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2007 | 21:04
Jarðgöng á Tröllaskaga - hvað næst?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2007 | 23:18
Klámlaust Ísland
Jæja þá létu bændasamtökin verða að því að stöðva för 150 gesta á hótel Sögu. Þetta stórhættulegafólk ætlaði að funda um erotík (porno). Bráðnauðsynlegt er að vernda landann fyrir þessum ósóma. Samt er hægt að kaupa klámefni á hótelinu á lokuðum rásum !!! Skrítið ekki satt ???? Skyldi bændasamtökin hafa bannað sexmannanefndinni afnot á hótelinu þegar nefndin var að ákveða búvöruverð ??? Ég bara spyr. Mér fynnst mikill hamagangur hafa verið í þessu máli og margir reynt að slá sér til riddara með hvössum yfirlýsingum. Nú getu landin andað léttar með bændaforustuna sem siðgæðisvörð .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar